Schoolovision - Balli spæjó
Framlag Íslands til Schoolovision í ár er frá stúlkum í 6. bekk en þær sigruðu Flatóvision með laginu Balli Spæjó. Þær sáu sjálfar um að gera tónlistarmyndbandið til að senda út í Evrópukeppnina, hugmyndavinnu, útfærslu, upptöku og klippingu. Jón Bjarni Pétursson kennari í Flataskóla og tónlistarmaður sá um hljóðupptöku. Lagið er úr Latabæjarþáttunum og er eftir Mána Svavarsson, það heitir á ensku Secret agent zero. Frábær útfærsla hjá þessum skapandi, skemmtilegu og hugmyndaríku stúlkum. Svo náðu þær að gera flotta landkynningu með íslenska hestinum í leiðinni. Endilega horfið á myndbandið og njótið.
Flataskóli er þátttakandi í eTwinningverkefninu Schoolovision ellefta árið í röð á ár. Verkefnið tekur mið af Eurovision keppninni og er Flataskóli fulltrúi Íslands í verkefninu. Á bloggsíðu Evrópukeppninnar er hægt að sjá framlög allra þátttökulandanna.