Jólaskemmtun 2016
Í dag var síðasti dagur í skólanum fyrir jól en þá var jólaskemmtun Flataskóla haldin og hófst hún með helgileik sem nemendur í 5. bekk fluttu. Helmingur nemenda í skólanum hlýddi á helgileikinn á meðan hinn hluti nemenda hélt litlu jólin í stofunum sínum og síðan skiptust þeir á. Eftir helgileik var farið út í íþróttahús þar sem búið var að setja upp jólatré í stóra salnum en það dugði ekki minni salur því þarna gengu um 600 manns í kringum jólatréð og sungu jólalög. Jólasveinar komu í heimsókn og gengu í kringum jólatréð og sungu með börnunum en hljómsveit skipuð m.a. Jóni Bjarna og Ingu Dóru spilaði undir. Myndir frá skemmtuninni eru komnar í myndasafn skólans.
Skólastarf hefst aftur að loknu jólaleyfi þriðjudaginn 3. janúar 2017 samkvæmt stundaskrá.
Starfsfólk skólans óskar foreldrum, nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.