Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagur íslenskrar tungu

17.11.2016
Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í gær og af því tilefni fengum við í heimsókn Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra, starfsfólk ráðuneytisins og skólaskrifstofu Garðabæjar. Gestirnir voru viðstaddir sérstaka dagskrá í hátíðarsal skólans sem tileinkuð var þessum degi sem haldinn er í tilefni fæðingardags Jónasar Hallgrímssonar náttúrufræðings og skálds. Nemendur í öllum árgöngum skólans kynntu verkefni sem þeir unnu í anda dagsins þar sem þeir tóku fyrir ýmsa íslenska barnabókahöfunda. Höfundarnir sem var unnið með voru Theodóra Thoroddsen, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Þórarinn Eldjárn, Þorgrímur Þráinsson, Kristín Steinsdóttir, Jónas Árnason og Vilhelm Anton Jónsson. Kynningar voru m.a. í formi upplestrar um og eftir höfunda, myndbanda og söngs. Einnig má nefna að í tilefni dagsins kom út smáforritið Orðagull sem er málörvunarsmáforrit fyrir spjaldtölvur og forseti Íslands opnaði vefsíðuna malid.is. Myndir frá verkefnum nemenda og athöfninni í hátíðarsalnum er að finna í myndasafni skólans.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband