Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá verk- og listgreinum

09.11.2016
Fréttir frá verk- og listgreinum

Nemendur í fimmta bekk unnu listaverk þar sem þeir notuðu hringformið í anda Yayoi Kusama sem er  japönsk listakona. Gangurinn á bókasafnsganginum er fagurlega skreyttur rauðum hringjum sem prýðir hann mjög skemmtilega.

Nemendur í sjötta bekk voru hins vegar að vinna með alls konar línur og þrívídd sem kom skemmtilega út og prýða listaverk þeirra gangana niðri í vesturálmu. Einnig nota þeir línumynstur til að skreyta fatnað á listamanninum Van Gogh.  Hægt er að skoða myndir af listaverkunum  í myndasafni skólans.

Listakonan Yayoi í umhverfi sem hún skreytti á svipaðan hátt og nemendur í fimmta bekk gerðu í Flataskóla.

Til baka
English
Hafðu samband