Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eineltisdagurinn

09.11.2016
Eineltisdagurinn

Eineltisdagurinn var í gær og unnu nemendur ýmis verkefni í tengslum við einelti. Annar og fjórði bekkur bjuggu til kærleikskúlur sem þeir fóru með í næsta nágrenni skólans, Garðatorg, bókasafn Garðabæjar, Hagkaup o.s.frv. og gáfu vegfarendum kúlurnar sínar. Unnið var með vináttu og vináttutengsl ásamt því að umræður um einelti fóru fram í bekkjunum. Á baráttudegi gegn einelti hittust vinabekkirnir fyrsti og sjötti bekkur og spiluðu saman í tilefni dagsins, horfðu m.a. á myndina "einelti, hvelvíti á jörð" og myndband frá landsliði kvenna í fótbolta um einelti. Á eftir fóru fram umræður um málefnið. Það var með eindæmum skemmtilegt að sjá hversu vel nemendum í þessum vinabekkjum kemur vel saman og allir virtust skemmta sér frábærlega. Sjöundi bekkur hitti 4/5 ára nemendur úti og þar sem þeir fóru í leiki með þeim. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband