Viðurkenningar og gæðamerki fyrir eTwinningverkefni
Landskrifstofa eTwinning, Rannís, veitti þann 28. september 2016 þrettán eTwinning verkefnum gæðamerki. Viðurkenningarnar voru afhentar við hátíðlega athöfn í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Stakkahlíð. Gæðamerkin eru ætluð til þess að vekja athygli á góðum árangri skólanna og hvetja þá til áframhaldandi þátttöku í evrópsku samstarfi og notkunar á upplýsingatækni.
Verkefnin sem hlutu viðurkenninguna eiga það sammerkt að hafa notað upplýsingatækni í samstarfi við evrópskt skólafólk og hafa sýnt fram á nýbreytni og nýsköpun í skólastarfi. Hægt er að lesa um afhendingu viðurkenninganna á vefsíðu RANNIS.
Flataskóli hlaut gæðamerki og eTwinningfána fyrir eftirfarandi verkefni:
The European Chain Reaction 2016, Flataskóli
Árlegt verkefni í Flataskóla sem tengist inn í ólíkar greinar. Fjöldi landa tekur þátt. Hvert þeirra sendir inn myndband af dómínó-keðju sem þátttakendur kjósa um. Verkefnið byggir á samvinnu nemenda og er tengt inn í fjölda greina. Verkefnið var unnið í 4. bekk.
Schoolovision 2016, Flataskóli
Skemmtilegt verkefni tengt ólíkum fögum með Eurovision að fyrirmynd. Tugir landa eru með og sendir hvert þeirra inn myndband sem þátttakendur kjósa um. Verkefnið hefur fest sig í sessi í Flataskóla og virkjar meira og minna allan skólann.
What is your story? Flataskóli
Nemendur í fjórum löndum skrifuðu og unnu sögur með netverkfærinu Padlet. Verkefnið var unnið í 2. bekk.
Grimmi tannlæknirinn, Selásskóli og Flataskóli
Fjögurra vikna lestrarverkefni milli tveggja íslenskra skóla þar sem nemendur unnu með bókina Grimmi tannlæknirinn. Nemendum var m.a. skipt í hópa sem gerðu myndband með viðtali við persónu úr bókinni. Verkefnið var unnið í 5. bekk.
Hægt er að lesa meira um verkefnin á heimasíðu skólans.
María Valberg var viðstödd afhendinguna.
Gunnar húsvörður dregur fánann góða að húni við skólann.