Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

List- og verkgreinar

06.10.2016
List- og verkgreinar

Nú er fyrstu smiðjunum í list- og verkgreinakennslunni lokið og afraksturinn mjög flottur. Í opinni listasmiðju hjá 6. bekk þar sem nemendur unnu þvert á textíl, myndmennt og smíði voru búnir til speglar skreyttir með mósaík. Einnig bjuggu þeir til púða og innkaupapoka. Í 5. bekk var unnið með þrívídd í gifs og mynsturgerð þar sem nemendur bjuggu til skrautlega vasa. Nemendur í 1. bekk unnu með frjálsa myndsköpun með því að nota vatnsliti (myndmennt og textíl). Í fjórða bekk máluðu nemendur mynstur á léreft sem þeir nota síðan til að búa til litla bakpoka. Í öðrum bekk var þemað filtfígúrur og í 3. bekk púðar með sjálfsmynd.  Myndirnar tala sínu máli og eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband