Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur morgunsamvera

05.10.2016
3. bekkur morgunsamvera

Þriðji bekkur sá um samveruna í morgun. Nemendur voru greinilega vel undirbúnir og stjórnuðu samverunni vel og skörulega. Það voru fjögur atriði á dagskrá, fyrst komu þeir Jón Kári, Stefán Jökull og Tómas Óli og sögðu veðurfréttir sem voru á hvolfi. Þá komu Hrafnhildur, Hildur Halla, Guðrún Katla, Heiðbrá Clara og Brynhildur Finna með dans sem þær höfðu æft undir stjórn stúlkna í 7. bekk. Hraðfréttir komu næst sem fréttamennirnir Dagur Óli, Stefán Bjarni og Jón Þór fluttu. Sandra, Salka Mist, Arna Þórey, Anna Björk, Steindís Elín og Aníta Sif sýndu svo að lokum frumsaminn dans sem þær höfðu æft sjálfar. Þulir voru Steindís Elín og Guðrún Katla. Myndir eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband