Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Undirbúningur fyrir skólastarfið

16.08.2016
Undirbúningur fyrir skólastarfið

Starfsfólk skólans er nú aftur mætt til starfa og hefur hafið undirbúning að skólastarfi fyrir næsta ár. Menntabúðir voru haldnar í síðustu viku fyrir kennara þar sem boðið var upp á fjölbreyttar vinnustofur er tengdust tækni og tölvum. Síðustu daga hafa svo verið haldin ýmis námskeið og kynningar fyrir starfsfólkið eins og á þriðjudag var kynnt nýtt verkefni, vinaliðaverkefni sem fara á af stað í vetur og hefur það að markmiði að draga úr einelti og auka hreyfingu barna og leyfa þeim að kynnast í leik úti á skólalóðinni. Um 1200 skólar eru þátttakendur í svipuðum vinaliðaverkefnum á Norðurlöndunum en verkefnið kemur upphaflega frá Noregi.  Yfir 40 skólar á Íslandi hafa innleitt verkefnið hjá sér nú þegar og þar af eru tveir skólar í Garðabæ fyrir utan Flataskóla. Verkefnið verður kynnt fyrir foreldrum með tölvupósti þegar skólastarfið hefst í haust.  Í morgun var svo námskeið um velferð barna í Garðabæ sem haldið var á vegum Menntaklifsins í Garðabæ og er grunnnámskeið vegna gruns um ofbeldi, vanrækslu eða áhættuhegðun barna þar sem starfsfólki skólans var bent á ýmislegt sem það gæti haft í huga við að finna og hjálpa þeim börnum sem væru undir grun um slíkt. Það voru þær Ólöf Ásta Faretsveit og Guðrún Hrefna Sverrisdóttir sem fjölluðu um þetta efni. 

Allmiklar framkvæmdir hafa farið fram á húsnæði skólans í sumar og ýmislegt snyrt og lagfært sem þörf var á og er nú verið að leggja lokahönd á þessar framkvæmdir svo allt verði tilbúið þegar nemendur koma í skólann þann 23. ágúst. 

    
Til baka
English
Hafðu samband