Skólabyrjun 2016
Skólastarf hefst að loknu sumarleyfi með skólasetningu þriðjudaginn 23. ágúst og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst.
Miðvikudaginn 17. ágúst kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir nýja nemendur í 2. -7. bekk og foreldra þeirra og kl. 18:00 fyrir foreldra barna í 4 og 5 ára bekk. Mæting í hátíðarsal skólans.
Fimmtudaginn 18. ágúst kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna sem eru að byrja í 1. bekk. Mæting í hátíðarsal.
Þriðjudaginn 23. ágúst er skólasetning. Nemendur mæta í hátíðarsal skólans og eru foreldrar hvattir til að fylgja börnum sínum á skólasetninguna.
- Kl. 9:00 2. og 3. bekkur
- kl. 10:00 4. og 5. bekkur
- Kl. 11:00 6. bekkur
- kl. 12:00 7. bekkur
Viðtöl verða tekin við foreldra og nemendur í 4 og 5 ára bekk og 1. bekk, nánar tilkynnt síðar.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst og þá opnar tómstundaheimilið Krakkakot.