Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólaslit 2016

10.06.2016
Skólaslit 2016

Skólaslit hjá 7. bekk voru síðdegis á miðvikudag eftir velheppnaða vorferðir. Nemendur mættu ásamt foreldrum, systkinum, öfum og ömmum í hátíðarsal skólans til að kveðja kennara og starfsfólk. Það voru prúðbúnir og eftirvæntingarfullir nemendur sem biðu þess að komast út í sumarið á vit nýrra ævintýra. Athöfnin fór vel fram þar sem skólastjórinn fór vel völdum orðum um veru nemenda í skólanum þessi 7 ár sem flestir þeirra voru að vera í skólanum. Tveir nemendur fluttu tónlistaratriði annars vegar á harmónikku og hins vegar á píanó. Úrslit voru kynnt í ljóðakeppni þar sem nemendur fluttu ljóðin sín fyrir áheyrendur. Veitt voru ýmis verðlaun fyrir árangur í námi og fyrir framfarir og dugnað á ýmsum sviðum. Að lokinni athöfn var boðið upp kaffi og hlaðborð sem þakið var kræsingum sem foreldrar komu með.

Daginn eftir komu svo nemendur í 4/5 ára bekk og 1. - 6. bekk til að kveðja kennara og starfsfólk skólans. Þeir komu í þremur hópum og var það okkur mikil ánægja að sjá hve margir aðstandendur fylgdu þeim. 

Starfsfólk skólans þakkar fyrir liðinn vetur og óskar ykkur ánægjulegs sumarleyfis og hlakkar til að hitta ykkur aftur næsta haust.

Myndir frá skólaslitunum eru komnar í myndasafn skólans. 

Á myndbandinu hér fyrir neðan má heyra verðlaunaljóðin lesin af höfundum.

Til baka
English
Hafðu samband