Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vorferð Flataskóla

09.06.2016
Vorferð Flataskóla

Miðvikudaginn 8. júní var farið í vorferð með nemendur. Annars vegar var farið með yngri hópinn upp í Heiðmörk eða nánar tiltekið í Furulund og eldri hópurinn fór í fjallgöngu upp á Helgafell í Mosfellsbæ og gekk niður í Skammadal og síðan var haldið þaðan að útileikjasvæðinu við Varmá í Reykjadal og grillað með aðstoð fulltrúa foreldrafélagsins. Veðrið var yndilegt og nemendur nutu þess í hvívetna að fá að leika sér frjálst úti í náttúrunni. En myndir tala sínu máli og er hægt að skoða þær í myndasafni skólans.

Myndskeið frá fjallgöngunni á Helgafell í Mosfellsdal og grillinu í Reykjadal.

Til baka
English
Hafðu samband