Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn í Vísindasmiðjuna

17.05.2016
Heimsókn í Vísindasmiðjuna

Síðustu vikur hafa nemendur í öllum 7. bekkjunum heimsótt Vísindasmiðjuna í Reykjavík. Vísindasmiðjan býður grunnskólanemum í heimsókn til sín á hverju ári. Þar geta nemendur unnið einfaldar tilraunir og uppgötvað þannig hvernig ýmislegt sem tengist eðlisfræðinni virkar.  Einnig fá þeir fyrirlestur um Vísindavefinn og farið er aðeins yfir sögu vísindanna. Starfsmenn smiðjunnar taka frábærlega vel á móti nemendum og láta þeir síðar nefndu mjög vel af ferðinni og skemmta sér konunglega ásamt því að þeir eru örugglega margs vísari um þessi fræði er haldið er heim á leið. Myndir eru komnar inn á myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband