Skíðamyndband
Hér er hægt að skoða myndband sem tekið var í skíðaferð hjá Flataskóla föstudaginn 15. apríl s.l. Á myndbandinu má sjá hvernig svona ferð fer fram í stórum dráttum. Við fórum upp í Bláfjöll um 9 leytið. Þegar upp eftir var komið settu nemendur dótið sitt í hillurnar í skálanum og þeir sem voru ekki með skíði/bretti fóru með Helgunum í skíðaleiguna og fengu þar lánuð skíði/bretti og skó ásamt hjálmum en allir eru með hjálma á skíðum núna. Skíðakennsla var í gangi til að byrja með til að koma byrjendum af stað og voru krakkarnir ekki lengi að ná tökum á tækninni. Tvær diskalyftur voru í gangi en einnig færibandið og kaðallyftan fyrir byrjendur. Lagt var af stað heim upp úr hálf tvö en einmitt þá opnaði stólalyftan og nokkrir náðu að taka eina til tvær ferðir áður en haldið var heim. Á myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að sjá stemninguna sem ríkti þennan dag. Stemmt er á næstu ferð föstudaginn 22. apríl og vonandi verðum við eins heppin með veður og í þessari ferð.