Morgunsamvera 2. bekkja
28.01.2016
Miðvikudaginn 26. janúar stigu nemendur í öðrum bekk á svið í morgunsamveru og höfðu ofan af fyrir áhorfendum eins og hefð hefur skapast fyrir á miðvikudögum. Að venju hafa nemendur undirbúið dagskrá að eigin vali og er afar gaman að sjá hve frumlegir þeir við val sitt. Að þessu sinni sýndu tveir drengir nokkur karateatriði sem þeir eru greinilega að æfa í tómstundum sínum. Hraðfréttir voru síðan á dagskrá í umsjón þriggja drengja, þá kom dansatriði sem nokkrar ungar meyjar sýndu undir stjórn eldri nemanda sem leiðbeindi þeim á sviðinu. Að lokum fengu áheyrendur að sjá Flataskóla "voice" þar sem þrír söngvarar voru með atriði og dómarar dæmdu mjög samviskusamlega. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans.