List í Flataskóla
25.01.2016
Enn bætast listaverk frá nemendum við listmuni Flataskóla sem prýða gangana. Nemendur hafa verið duglegir að láta hendur standa fram úr ermum í listasmiðjunum og búið til flott og skemmtileg listaverk. Þrír hópar hafa nú lokið sínum smiðjum í 5. til 7. bekk og sjá má afrakstur og fleira úr listgreinunum í myndasafni skólans. Fimmti bekkur vinnur að "kúbískri" list, sjötti bekkur hefur frumbyggjalist sem fyrirmynd og 7. bekkur skoðar tréverk listakonunnar Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og leikur sér að því að raða spýtum á margvíslegan hátt svo úr verða hin frumlegustu listaverk. Einnig er ýmislegt að gerast hjá yngri nemendum og skreyta mörg verk þeirra veggi á göngum skólans. Myndir af fleiri verkum nemenda er að sjá í myndasafni skólans.