Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mystery Skype hjá 7ÞH

15.01.2016
Mystery Skype hjá 7ÞH

Nemendur í 7. bekk ÞH skemmtu sér vel síðasta miðvikudag í samskiptum sínum við nemendur frá New Jersey í Bandaríkjunum. 12 ára nemendur í tveimur skólum í sitt hvoru landinu tengdust á Skype og fengu það verkefni að finna út hvaðan í heiminum þeir væru. Nemendur máttu aðeins spyrja spurninga sem hægt var að svara með já eða nei. Bandarísku nemendurnir voru nokkuð fljótir að finna að við vorum frá Íslandi en áttu erfitt með að finna bæinn okkar Garðabæ og hvað þá bera fram nafnið á honum. Íslensku nemendurnir fundu loks hvaðan hinir voru en þá var tíminn búinn sem við höfðum að þessu sinni. Með svona verkefnum opnast gluggi inn á önnur samfélög þar sem hægt er að skoða og heyra um aðra skólamenningu, bera sig saman við aðra nemendum og fá tækifæri til að reyna sig á öðrum vettvangi en bara í skólastofunni. Íslensku nemendurnir stóðu sig vel og var ekki annað að sjá en að þeir gæfu sig fullkomlega í verkefnið. Donna Falk kennari bandarísku nemendanna sendi okkur örlítið myndband sem hún tók upp á meðan á Skypefundinum stóð og hægt er að skoða hér fyrir neðan. Hér er vefsíða skólans. Einnig eru komnar myndir í myndasafn skólans frá fundinum.  

Til baka
English
Hafðu samband