Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Evrópska keðjan 2016

15.01.2016
Evrópska keðjan 2016

Nemendur í fjórða bekk hafa verið að vinna með eTwinningverkefnið Keðjuna 2016 (The European Chain Reaction 2016). Verkefnið gengur út á að búa til keðjuverkandi athöfn ("Rube Goldberg Chain Reaction") sem leiðir að ákveðnu marki. Í verkefninu taka þátt að þessu sinni hátt í fjörutíu skólar í Evrópu. Verkefninu er stýrt af Dave Schrauwen frá Belgíu og Michael Purves frá Skotlandi. Markmiðið er að búa til flottustu, furðulegustu og mest krefjandi keðjuverkunina. Myndband af keðjunni er sett á bloggsíðu verkefnisins og í næstu viku er kosið er um flottustu og best úfærðu keðjuna þar sem þátttakendur gefa hverjir öðrum stig og vinnur það land sem fær flest stigin. Einnig er skoðað hvaða keðja er oftast skoðuð eða fær flest innlit. Í fyrra fékk Ísland 613 stig og lenti í 8. sæti. Hægt er að lesa nánar um verkefnið á bloggsíðu þess. Myndir sem teknar voru við gerð keðjunnar eru komnar í myndasafn skólans. Fyrir jól bjuggu nemendur til kynningarkeðju og settu á bloggsíðuna og hægt er að skoða það hér fyrir neðan.

Tæknikeðjan sem búin var til úr ýmsum hlutum.

 

Kynningarkeðjan þar sem nemendur bjuggu til keðju með snertingu.

Til baka
English
Hafðu samband