Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðilegt ár

06.01.2016
Gleðilegt ár

Kæru nemendur og forráðamenn, gleðilegt nýtt ár. 

Eins og þið vitið hófst formleg kennsla í gær og mættu nemendur glaðir og eftirvæntingarfullir í skólann þó svo að margir hafi verið hálf þreyttir í lok dags. Nú er um að gera að byrja nýja önn af krafti og stunda skólann vel. Forráðamenn eru beðnir um að fylgja lestrarnámi sérstaklega vel eftir en það hægir gjarnan á framförum um og eftir skólaleyfi.
Viðtalsdagur verður þann 28. janúar og fellur kennsla niður þann dag. Vetrarleyfið er síðan 15. - 19. febrúar. Nánari upplýsingar er að finna í skóladagatalinu.

 
Til baka
English
Hafðu samband