Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Slæm veðurspá

07.12.2015
Slæm veðurspá

Veðurspá síðdegis í dag er mjög slæm og viljum við biðja foreldra barna sem eru í tómstundaheimilinu Krakkakoti og í fjögurra og fimm ára bekk um að sækja börn sín í fyrra fallinu. Almannavarnir hafa komið fram með ábendingar um að fólk á höfuðborgarsvæðinu sé hvatt til að vera ekki á ferð eftir klukkan 17:00. Við viljum tryggja að allt okkar fólk bæði nemendur og starfsfólk komist heim áður en veðrið skellur á og óskum því eftir því að börnin verði sótt ekki seinna en 16:30 sé þess nokkur kostur. Einnig biðjum við forráðamenn um að fylgjast vel með í fjölmiðlum ef breyting verður á spánni. Myndin af lægðinni sem fylgir fréttinni er tekin af vef Earth Nullschool snemma í morgun. 

 

Þessi mynd er tekin af Google vefnum.

Til baka
English
Hafðu samband