Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

3. bekkur heimsækir Listasafn Íslands

05.11.2015
3. bekkur heimsækir Listasafn Íslands

Allir nemendur í 3. bekk fóru í morgun með strætisvagni til Reykjavíkur til að heimsækja Listasafn Íslands. Ferðin var farin til að skoða myndlistarsýningu Errós, Guðmundar Guðmundssonar. Einnig skoðuðu nemendur tvær aðrar sýningar á safninu, þeirra Magnúsar Sigurðssonar og Katrínar Sigurðardóttur. Farið var um sýningarnar undir leiðsögn safnvarðar og voru nemendur að sögn kennara þeirra sér og sínum til mikils sóma. Að því loknu var rölt yfir í Borgarbókasafnið og litast um þar.  Myndir frá ferðinni eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband