Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bangsadagur og heimsókn leikskólanna

27.10.2015
Bangsadagur og heimsókn leikskólanna

Í tilefni alþjóðlega bangsadagsins sem tileinkaður er 27. október komu börn af leikskólunum Bæjarbóli og Kirkjubóli í heimsókn til 1. bekkinga. Þau dvöldu hjá okkur góða stund um morguninn og fengu sögustund  þar sem að sjálfsögðu var lesin bangsasaga. Einnig fengu þau að föndra bangsa með okkar nemendum og fara á bókasafnið og lesa og skoða bækur. Flottur hópur sem kannski kemur í skólann okkar á næsta ári. Það er alltaf gaman að fá góða gesti. Kennararnir tóku myndir af börnunum við þetta tilefni sem hægt er að skoða á myndasafni skólans. 

 

Til baka
English
Hafðu samband