Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tónverk í 6. bekk- Garageband

12.06.2015
Tónverk í 6. bekk- Garageband

Nemendur í 6. bekk fengu að kynnast tónlistarforritinu Garageband í tónmennt í vetur. Þeir fengu það verkefni að skapa sitt eigið 16 takta tónverk. Þeim var skipt í hópa og unnu þeir saman að því að semja, skipuleggja og taka upp tónverkið á spjaldtölvu. Notast var aðallega við svokölluð „smart“ hljóðfæri í Garageband, en einnig átti tónverkið að innihalda eitthvað sem er tekið upp úr umhverfinu t.d. raddir, hurðaskelli eða hristur. Hóparnir fylltu einnig inn í útsetningarblað þar sem þau skráðu nafn lags, númerið á Ipad spjaldtölvunni, hvaða hljóðfæri voru notuð og hljómasetningu lagsins. Þegar tónverkið var tilbúið kynntu nemendur lagið sitt og fluttu tónverkið fyrir hina í bekknum af síðunni Soundcloud.

Til baka
English
Hafðu samband