Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkur með Evrópukynningu fyrir foreldra

15.04.2015
7. bekkur með Evrópukynningu fyrir foreldra

Foreldrum nemenda í 7. bekk var boðið á kynningu um Evrópulöndin s.l. mánudag. Í tilefni af því var boðið upp á hlaðborð þar sem foreldrar lögðu til veitingar. Undanfarnar vikur hafa nemendur verið að viða að sér ýmis konar efni um löndin í Evrópu og unnu þeir það sem þemaverkefni að hluta til þar sem þeir völdu sér þrjú lönd til að fjalla frekar um.  Nemendur unnu í 3 til 5 manna hópum og þurfti hver hópur að skipuleggja 10 daga ferð til einhvers lands fyrir fjölskyldu/vinahóp. Þeir útbjuggu persónulýsingar, dagbækur,  kostnaðaráælun og fjölluðu um helstu staðreyndir viðkomandi lands. Skjávarpi og spjaldtölvur með smáforritinu "Book Creator" var notað til að kynna niðurstöðurnar. Það var ánægjulegt að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að koma og heimsækja okkur við þetta tækifæri.

Myndir af kynningunum eru komnar í myndasafn skólans.

Til baka
English
Hafðu samband