Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

List í fyrsta bekk

09.04.2015
List í fyrsta bekk

Nemendur í fyrsta bekk eru þessa dagana að búa til púða í mynd- og textílmennt. Kennarar þessara greina vinna saman með bekkjarkennurum að  verkefninu. Nemendur teikna fyrst mynd sem þeir ætla að hafa á púðanum. Þeir afrita myndina síðan á púðaver og nota hveitilím til að skrá útlínur, þá er þetta sett til hliðar og látið þorna. Eftir að búið er að mylja hveitilímið í burtu mála þeir myndina og sauma púðann saman eftir hún hefur þornað aftur. Fyrsta stig þessa verkefnis fór fram í gær og er spennandi að fylgjast með hvernig þetta þróast áfram í endanlegan hlut. Myndir frá í gær eru í myndasafni skólans.

 


   
Til baka
English
Hafðu samband