Lífshlaupið hófst í morgun
04.02.2015
Lífshlaupið hófst með pompi og prakt í morgun. Jói (Jóhann Örn Ólafsson) kom og setti lífshlaupið af stað í morgunsamverunni í hátíðarsal skólans. Hann kenndi nemendum tvo dansa til að hreyfa sig og líka til að kenna mömmu og pabba. Hann fékk nemendur með sér í dansinn af fullum krafti og var ekki annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta. Kennarar hafa verið duglegir að hvetja nemendur enda hafa þeir verið í efstu sætum í grunnskólakeppninni síðustu árin og ætla ekki að láta deigan síga að þessu sinni og halda stöðu sinni líka núna. Myndir frá samverunni eru komnar í myndasafn skólans.
Myndbandið hér fyrir neðan var tekið þegar Gunnlaugur og Íris íþróttakennarar í Flataskóla settu lífshlaupið í hátíðarsalnum.