Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjörnuverið

16.01.2015
Stjörnuverið

Sævar Helgi kom í heimsókn með stjörnuverið sitt í gærmorgun og fengu 3. og 6. bekkingar að hlusta á hann segja frá himingeimnum og stjörnunum. Hann sagði þeim m.a. skemmtilega sögu um hvernig vetrarbrautin hefði orðið til. Þau fengu líka að fræðast um reikistjörnurnar, stjörnumerkin, sólina, sólgosin og tunglið. Hann minntist einnig á að tunglmyrkvi og sólmyrkvi yrðu á árinu og hvatti nemendur til að fara út og skoða þau fyrirbæri sem verða í mars og september. Einn bekkur í einu fékk að fara inn í tjaldið og hlusta á Sævar sem leiddi nemendur í gegnum skemmtilega fræðslu með myndum sem varpað var úr tölvu upp í tjaldloftið sem virkaði eins og himinn og nemendur höfðu það huggulegt á meðan og lágu og horfðu upp í "himininn" og hlustuðu á Sævar. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband