Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hugmyndasmiðir í 5. bekk

05.01.2015
Hugmyndasmiðir í 5. bekk

Ein námslotan sem kennd er í fimmta bekk í vetur er nýsköpunarmennt. Þetta er liður í þróunarverkefninu "Frá frumkvæði til framkvæmdar" sem stýrt er af Klifinu. Verkefnið er samstarfsverkefni Klifsins, FNF, Innoent, Flataskóla og Garðaskóla. Námslotunni stýra kennararnir Hanna og Anna Lena. Nemendur fá hugmynd að einhverju sem þeim finnst vanta góða lausn á og búa til "módel" og kynningu á því hvernig þeir vilja að hún líti út í lokin. Í morgun var einn hópurinn að ljúka sinni lotu og þar voru nokkar skemmtilegar hugmyndir kynntar. Þarna var dýramálsþýðari, sturtuhitastillir með fingraskanna, tölvuleikur, poppkornshitari, leikfangakassi, hitabox fyrir mat og útilegubúnaður svo eitthvað sé nefnt. Myndirnar tala sínu máli.

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband