Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gleðileg jól

19.12.2014
Gleðileg jól

Tvær jólaskemmtanir voru haldnar í hátíðarsal skólans í morgun og eru nú nemendur og starfsfólk skólans komið í jólaleyfi fram til mánudagsins 5. janúar. Jólaskemmtanirnar fóru að venju fram með hefðbundnum hætti. Fyrst var gengið í kringum jólatréð, þá sýndu fimmtu bekkingar helgileik.  Nemendur í öðrum, fjórða og sjötta bekk voru með skemmtiatriði.  Myndir frá skemmtuninni er hægt að skoða í myndasafni skólans. 


Starfsfólk skólans óskar nemendum og forráðamönnum þeirra gleðilegrar hátíðar og þakkar samstarfið á liðnu ári. 


Til baka
English
Hafðu samband