Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

5. bekkir í Þjóðminjasafninu

04.12.2014
5. bekkir í Þjóðminjasafninu

Nemendur í fimmta bekk hafa heimsótt Þjóðminjasafnið undanfarna daga og fengið leiðsögn um þann hluta safnsins sem segir frá víkingunum. Börnin fengu tækifæri til að feta í fótspor landnemanna til að kveikja áhuga þeirra á sögu okkar á landsnámstíð. Eftir jól verður farið í námsefni er tengist þeim hluta sögu Íslands. Gerður var góður rómur að móttökunum sem við fengum á safninu. Börnin klæddu sig í fatnað sem tilheyrir þessu tímabili og skoðuðu hluti og annað sem landnámsmenn ku hafa tekið með sér og unnið með er til Íslands kom. Myndir frá heimsóknunum eru komnar í myndasafn skólans og hægt að skoða þær  hér.

    

Til baka
English
Hafðu samband