Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarvinir

21.10.2014
Lestrarvinir

Flataskóli hefur eignast lestarvini og það eru engir venjulegir vinir heldur eru þetta kennarar sem hafa starfað við skólann, margir árum saman og eru nú komnir aftur til að hjálpa til við lesturinn hjá yngri nemendum. Lestrarvinirnir okkar eru Ragnheiður, Anna Rósa og Ólöf sem eru hættar að kenna og koma nú aftur og hjálpa kennurum við að láta nemendur lesa. Í morgun komu Ragnheiður og Anna Rósa í fyrsta bekk og dvöldu þar í tvo tíma. Á morgun kemur svo Ólöf. Við erum afar sæl með að fá svona reynda og flotta kennara til að hjálpa okkur við þetta mikilvæga verkefni. Myndir frá aðstoðinni í morgun er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband