Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðurkenning fyrir samskiptaverkefni

17.10.2014
Viðurkenning fyrir samskiptaverkefni

Fimmtudaginn 15. október veitti Rannís viðurkenningar fyrir eTwinning samskiptaverkefni sem unnin voru síðast liðinn vetur. Afhendingin fór fram að loknum "Menntabúðum" sem haldnar eru einu sinni í mánuði í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Tuttugu umsóknir bárust og fengu fimmtán verkefni viðurkenningar að þessu sinni. Flataskóli sótti um viðurkenningu á fimm verkefnum og fékk þær og að auki hlaut skólinn verðlaun sem var úttekt í tölvubúð fyrir ákveðna upphæð. Verkefnin sem hlutu viðurkenningar voru Keðjuverkefnið og Tilraunir í eðlisfræði sem Ragna hafði umsjón með. Meira en ís og  Schoolovision 2014 sem Kolbrún hafði umsjón með og Fuglarnir í trjánum sem Auður og Rakel sáu um. Hægt er að lesa nánar um verkefnin á heimasíðu skólans. Einnig er að finna frekari upplýsingar á vef eTwinning.

Til baka
English
Hafðu samband