Viðurkenning fyrir samskiptaverkefni
Fimmtudaginn 15. október veitti Rannís viðurkenningar fyrir eTwinning samskiptaverkefni sem unnin voru síðast liðinn vetur. Afhendingin fór fram að loknum "Menntabúðum" sem haldnar eru einu sinni í mánuði í Kennaraháskólanum við Stakkahlíð. Tuttugu umsóknir bárust og fengu fimmtán verkefni viðurkenningar að þessu sinni. Flataskóli sótti um viðurkenningu á fimm verkefnum og fékk þær og að auki hlaut skólinn verðlaun sem var úttekt í tölvubúð fyrir ákveðna upphæð. Verkefnin sem hlutu viðurkenningar voru Keðjuverkefnið og Tilraunir í eðlisfræði sem Ragna hafði umsjón með. Meira en ís og Schoolovision 2014 sem Kolbrún hafði umsjón með og Fuglarnir í trjánum sem Auður og Rakel sáu um. Hægt er að lesa nánar um verkefnin á heimasíðu skólans. Einnig er að finna frekari upplýsingar á vef eTwinning.