Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heimsókn frá Rauða krossinum

16.10.2014
Heimsókn frá Rauða krossinum

Í gær eftir morgunsamveruna fengum við heimsókn frá fulltrúa Rauða krossins sem sagði nemendum frá hvernig bregðast ætti  við þegar slys eða annað í þeim dúr bæri að höndum. Hann sýndi myndband og sagði frá smáforriti sem hægt væri að hlaða niður á spjaldtölvur til að æfa sig og kynna sér þetta frekar. Nemendur virtust hlusta með athygli og voru dugleg að spyrja um hitt og þetta er tengdist efninu. Hægt er að fara á heimasíðu Rauða krossins og taka próf til að kanna hvort viðkomandi er með það á hreinu hvað gera skal ef hann lendir í slíkum aðstæðum.

 

Til baka
English
Hafðu samband