Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

4 og 5 ára fengu slökkviliðið í heimsókn

14.10.2014
4 og 5 ára fengu slökkviliðið í heimsókn

Á föstudaginn fengu börnin í 4 og 5 ára bekk slökkviliðið í heimsókn til sín. Börnunum var m.a. sagt frá símanúmerinu 112 (einn, einn, tveir) og hvernig reykskynjarar virkuðu. En stóra stundin var þegar slökkviliðsmaðurinn fór í búninginn sem hann kom með og setti upp hjálm og grímu. Eftir spjallið inni fengu börnin að skoða bílinn sem stóð úti á lóð og fara inn í hann. Þetta hefur sjálfsagt verið eftirminnileg stund hjá litlu krílunum sem rætt hefur verið um heima við foreldrana. En það er ekki of mikið gert af því að fræða börnin um þessa hluti og hefur það sennileg einhvern tímann skipt sköpum að þau hafa fengið slíka fræðslu. Myndir eru í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband