Sumarlestur Bókasafns Garðabæjar
Við viljum vekja athygli á "Sumarlestrinum" hjá Bókasafni Garðabæjar því mikilvægt er að börnin séu hvött til að lesa í sumarfríinu svo þau komi betur undirbúin í skólann í haust.Nú styttist í sumarið og mun bókasafnið standa fyrir "Sumarlestri" eins og undanfarin ár. Mjög góð þátttaka hefur verið í þessu lestrarhvetjandi verkefni og börnin verið viljug að koma á bókasafnið og fá límmiða í lestrardagbókina sína og verðlaun og viðurkenningar í lokin. Einnig er mikilvægt að þau átti sig á hve auðvelt og skemmtilegt er að nýta sér bæjarbókasafnið þar sem er að finna lesefni við allra hæfi, ekki síst þegar skólabókasöfnin eru lokuð. Við hvetjum foreldra til að hvetja nemendur til að koma í heimsókn á bókasafnið og fá sumarlestrarbækling og kynningu á verkefninu.