Flataskólaleikarnir
Flataskólaleikarnir voru í skólanum í dag og vorum við afar heppin með verður því varla sást ský á himni og sólin yljaði okkur. Leikarnir tókust með afbriðgum vel og var ýmislegt á dagskrá sem starfsfólk skólans stjórnaði af miklum dugnaði. Nemendum var skipt í hópa þvert á árganga og níu stöðvar voru settar upp á skólalóðinni. Eldri nemendur voru fyrirliðar í sínum hóp og sáu um að aðstoða þá yngstu og var það til fyrirmyndar hve vel þeir stóðu sig og eiga þeir hrós skilið. Meðal þess sem tekist var á um var dans eða danskennsla sem nemendur sáu um, svampakast, pókó, blöðru- og pílukast, kubbur, stinger, æfingar á hreystivelli, samvinnuboðhlaup, brennó og að lokum var fjöldasöngur og danssýning úti á skólalóðinni. Myndir frá leikunum eru í myndasafni skólans.