Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lionshlaup 5. bekkja

14.05.2014
Lionshlaup 5. bekkja

Eins og undanfarin ár tóku fimmtu bekkingar þátt í vímuvarnarhlaupi Lions úti á Battavelli við skólann í morgun. Áður en hlaupið fór fram mættu nemendur í hátíðarsal skólans og hittu  Hörpu Þorsteinsdóttur knattspyrnukona hjá Stjörnunni sem sagði þeim frá reynslu sinni í íþróttaheiminum og hvatti hún nemendur til að skoða sinn lífsstíl og reyna að tileinka sér hollt fæði og lífsvenjur. Hún minntist einnig á hvað jákvæður hugsunarháttur skipti miklu máli. Harpa var valin íþróttamaður Garðabæjar 2013. Nemendum í bekkjunum var skipt upp í 6 lið sem kepptu innbyrðis. Myndir frá hlaupinu er að finna í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband