Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Comeníusargestir í heimsókn

09.05.2014
Comeníusargestir í heimsókn

Flataskóli tekur þátt í verkefninu LOL "Lively outdoor teaching" eða Gaman að læra úti. Síðustu daga hafa 22 gestir frá 6 löndum tengdir þessu verkefni verið í heimsókn í skólanum og tekið þátt í skólastarfinu með nemendum og kennurum. Þeir hafa fallið vel inn í skólastarfið og haft á orði hve nemendur okkar séu frjálslegir og vel agaðir, enda erum við afar stolt af nemendum okkar. Dagskrá gestanna lýkur í dag en einhverjir ætla að skoða sig frekar um á landinu um helgina áður en þeir fara heim. Það er frekar vinsælt að heimsækja Ísland þessa dagana eins og landsmenn hafa orðið varir við og grípa margir tækifærið þegar það býðst í gegnum svona verkefni. Enda eiga þessi verkefni að vera endurmenntun fyrir skólafólk en þau víkka sjóndeildarhringinn og þátttakendur eiga auðveldara með að sjá hlutina með öðrum augum en áður og setja sig í spor annarra. Það er vissulega ánægjulegt að taka á móti svona hóp og fá að eiga samskipti við hann á faglegum nótum. Myndir í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband