Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Unicef hlaupið

08.05.2014
Unicef hlaupið

Skólinn tekur þátt í grunnskólaverkefni UNICEF á Íslandi, sem nefnist UNICEF-hreyfingin. UNICEF-hreyfingin er fræðslu- og fjáröflunarverkefni þar sem íslenskum börnum gefst tækifæri á að fræðast um aðstæður jafnaldra sinna víða um heim og með hollri hreyfingu og í þökk foreldra sinna, safna fé fyrir starf UNICEF í þágu barna í fátækari ríkjum heims. Að fenginni fræðslu um líf barna í löndum þar sem UNICEF starfar, safna nemendur áheitum úr sínu nánasta umhverfi. Heitið er á frammistöðu þátttakenda á íþróttadegi sem skólinn heldur og helgaður er verkefninu. Það þýðir að styrktaraðilar heita upphæð að eigin vali á hverja vegalengd sem skólinn ákveður að börnin eigi að reyna sig við, eins oft og þau vilja/geta. Þátttakendur í UNICEF-hreyfingunni ganga, hlaupa, hoppa o.s.frv. ákveðna vegalengd eins oft og þeir geta. Vegalengdin sem skólinn hefur valið er 1km löng og þátttakendur fá 80 mínútur. til að reyna sig við hana eins oft og þeir vilja. Fyrir hverja vegalengd sem þátttakendur leggja að baki fá þeir einn límmiða í apakverið sitt sem þau fá afhent á fimmtudaginn. Styrktaraðili heitir upphæð að eigin vali á hverja vegalengd/límmiða sem þátttakandinn fær skráða í apakverið. 

Nemendur okkar voru mjög duglegir að taka þátt í þessu verkefni í morgun en þeir hlupu úti á íþróttavellinum við skólann og hægt er að skoða myndir frá hlaupinu á vef skólans.


Til baka
English
Hafðu samband