Schoolovision 2014 - myndbandið
02.05.2014
Framlag Flataskóla í Schoolovision verkefnið er nú tilbúið. Myndband hefur verið unnið um lagið "Eftir eitt lag..." sem fjórðu bekkingar lögðu fram í Flatóvision keppnina í febrúar s.l. og unnu. Myndbandið var tekið upp þegar nemendur fóru í keiluferð í mars en Dagur Friðriksson vann dálitla peningaupphæð í myndakeppni hjá MS og bauð öllum samnemendum sínum með í keilu. Einnig var hluti myndbandsins tekinn þegar farið var í skíðaferðina í síðstu viku. Í næstu viku verða svo gefin ummæli og stig fyrir myndböndin sem eru á bloggsíðu verkefnisins. Föstudaginn 9. maí verður lokauppskeruhátíð sem hefst í sal skólans kl. 8 um morguninn. Útsending verður í beinni og löndin gefa hvert öðru stig eins og tíðkast í Eurovision.