Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listavika í Flataskóla

02.05.2014
Listavika í Flataskóla

Í tilefni listadaga barna og unglinga í Garðabæ sem er að ljúka í dag var sérstök dagskrá alla vikuna í Flataskóla tengd listum. Þema listadaga var "Sagnalist". Í hátíðarsal skólans var sett upp listasmiðja þar sem öðrum nemendum var boðið að koma og vinna ákveðið verkefni sem var að búa til hús án glugga og dyra. Yngri nemendur unnu með sögur og skreyttu ganga og stiga með tilvísunum og myndum úr sögunum. Í heimilisfræðinni voru bökuð brauð úr sögunni um sætabrauðsdrenginn. Byggð var "lista"-varða úti á skólalóðinni sem var vígð í morgun eftir morgunsamveru á hátíðlegan hátt. Við fengum heimsókn frá nemendum í Garðaskóla þar sem þeir kynntu leiksýningu sína "Hungurleikana og buðu nemendum að koma á sýningar. Í morgunsamverunni í morgun þegar sungið var fyrir þá sem áttu afmæli í apríl komu tveir harmóníkkuleikarar og spiluðu undir hjá okkur. Myndir frá vinnu nemenda í vikunni eru komnar í myndasafn skólans. Myndbandið sýnir byggingu og vígslu vörðunnar.

 

   

 

Til baka
English
Hafðu samband