Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Reiðhjólahjálmar frá Kiwanisfélögum

28.04.2014
Reiðhjólahjálmar frá Kiwanisfélögum

Félagar úr Kiwanishreyfingunni komu í morgun í skólann með glaðning handa 1. bekkingum. Þeir koma árlega með reiðhjólahjálma og færa 6 ára nemendum að gjöf. Þetta er í 11 skipti sem þeir koma en þeir ásamt Eimskipafélaginu standa sameiginlega að þessu átaki að stuðla að umferðaröryggi yngstu reiðhjólagarpanna. Nemendur fengu ásamt hjálminum einnig endurskinsmerki og höfuðfat "buff" í sama lit og hjálmurinn. Færum við þeim félögum hinar bestu þakkir fyrir komuna og glaðninginn. Myndir frá afhendingunni eru komnar í myndasafn skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband