4. bekkur keiluferð
09.04.2014
Í gær fóru 4. bekkingar í keiluferð í Öskjuhlíð. Sú ferð var í boði Dags Friðrikssonar í 4. RG en hann vann í teiknisamkeppni Fræðslunefndar mjólkuriðnaðarins. Verðlaunin voru 25. 000 kr. í bekkjarsjóð og notuðu nemendur það til keiluferðarinnar. Einnig var ferðin notuð til að taka upp atriði fyrir Schoolovision myndbandið en 4. bekkur vann Flatóvisionkeppninni um daginn með laginu "Eftir eitt lag" sem Gréta Mjöll söng í söngvakeppni útvarpsins í vetur. Farið var með strætisvagni niður í Kringlu og gengið upp í Öskjuhlíð og Perlu. Þar voru tekin nokkur myndskeið til að setja í myndbandið. Veðrið var hið ákjósanlegasta það skiptust á skin og skúrir og við þurfum ekki að kvarta. Myndir frá ferðinni eru í myndasafni skólans.