7. bekkur sýnir Grease
7. bekkur hefur verið að æfa söngleikinn Grease síðan í desember. Allir nemendurnir í árganginum eru með hlutverk og gátu valið í upphafi um viðfangsefni eins og að búa til heimildamynd, vera tæknimaður, sviðsmaður, leikari eða dansari og fengu allir eitthvað af því sem þeir völdu sér. Í svona stórri sýningu skipta nefnilega allir jafn miklu máli. Svo í morgun var frumsýning fyrir alla nemendur skólans og þurfti að sýna leikinn tvisvar sinnum. Flutningurinn var léttur og skemmtilegur og heyrðist í nokkrum áheyrendum að honum loknum að þeir vildu fá að sjá og heyra meira svo þeir skemmtu sér greinilega vel. Mátti sjá á sýningunni að nemendur hafa náð vel saman og þeir fluttu þetta af öryggi og léttleika. Hljóðtæki voru fengin að láni hjá Garðalundi og Jón Bjarni tónmenntakennari var þeim einnig til aðstoðar við hljóðflutninginn. Hanna Lóa og Halla aðstoðuðu við uppsetningu og framkomu á sviði. Sýning fyrir foreldra veður svo á fimmtudag 3. apríl kl. 18:00 og á föstudag er nemendum í 7. bekkjum í Sjálandsskóla og Hofsstaðaskóla boðið að koma á sýningu.
Myndir frá sýningunni í morgun eru komnar í myndasafn skólans.