Vísindamaður í heimsókn
Einar veðurfræðingur kom í heimsókn í gær og spjallaði við nemendur í 7. bekk um veður og hafstrauma á jörðinni. Hann sýndi þeim myndir af skotvindakortum, útskýrði fyrir þeim hve mikilvægt það væri að kunna að reikna út hvar þeir væru með tilliti til flugferða svo hægt sé að spara eldsneyti. Hann útskýrði fyrir þeim muninn á hafís og borgarís og hvers vegna við værum með golfstrauminn í kringum landið okkar. Nemendur voru til fyrirmyndar við þetta tækifæri og notfærðu sér óspart að spyrja flottra spurninga sem Einar svaraði með einföldum góðum útskýringum. Það er örugglega góð aðferð til að örva áhuga nemenda á náttúruvísindum að fá vísindamenn í heimsókn til að gefa þeim innsýn í sitt fag. Áður hafa komið til okkar í tengslum við þetta eTwinningverkefni "More than Frozen Water" þau Oddur jarðfræðingur/jöklafræðingur og Guðfinna jöklaeðlisfræðingur. Lesa má um heimsóknir þeirra á vefsíðu skólans. Myndir frá heimsókninni er að finna í myndasafni skólans. Hér er myndband með nokkrum klippum úr fyrirlestri Einars.
Vísindamaður í heimsókn
Einar veðurfræðingur kom í heimsókn í gær og spjallaði við nemendur í 7. bekk um veður og hafstrauma á jörðinni. Hann sýndi þeim myndir af skotvindakortum, útskýrði fyrir þeim hve mikilvægt það væri að kunna að reikna út hvar þeir væru með tilliti til flugferða svo hægt sé að spara eldsneyti. Hann útskýrði fyrir þeim muninn á hafís og borgarís og hvers vegna við værum með golfstrauminn í kringum landið okkar. Nemendur voru til fyrirmyndar við þetta tækifæri og notfærðu sér óspart að spyrja flottra spurninga sem Einar svaraði með einföldum góðum útskýringum. Það er örugglega góð aðferð til að örva áhuga nemenda á náttúruvísindum að fá vísindamenn í heimsókn til að gefa þeim innsýn í sitt fag. Áður hafa komið til okkar í tengslum við þetta eTwinningverkefni "More than Frozen Water" þau Oddur jarðfræðingur/jöklafræðingur og Guðfinna jöklaeðlisfræðingur. Lesa má um heimsóknir þeirra á vefsíðu skólans. Myndir frá heimsókninni er að finna í myndasafni skólans. Hér er myndband með nokkrum klippum úr fyrirlestri Einars.