Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stjörnuverið í heimsókn

26.02.2014 13:39
Stjörnuverið í heimsókn

Í morgun fengum við gest í heimsókn með stjörnuverið góða. Þetta er uppblásið tjald þar sem tölvumynd er varpað  í loftið sem sýnir stjörnuhimininn og ýmislegt fleira út í himingeimnum. Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur og áhugamaður um stjörnufræði sýndi og sagði krökkunum í 3. og 6. bekk frá ýmsu forvitnilegu um stjörnurnar, sólina og því sem er úti í himingeimnum. Himingeimurinn er einmitt umfjöllunarefni hjá þessum árgöngum og hefur það verið árlegur viðburður að fá stjörnuverið í heimsókn á þessum tíma. Hér er hægt að lesa frekar um stjörnuverið. Sævar Helgi er formaður stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af þeim sem stendur að stjörnufræðivefnum.

Til baka

Stjörnuverið í heimsókn

26.02.2014
Stjörnuverið í heimsókn

Í morgun fengum við gest í heimsókn með stjörnuverið góða. Þetta er uppblásið tjald þar sem tölvumynd er varpað  í loftið sem sýnir stjörnuhimininn og ýmislegt fleira út í himingeimnum. Sævar Helgi Bragason jarðfræðingur og áhugamaður um stjörnufræði sýndi og sagði krökkunum í 3. og 6. bekk frá ýmsu forvitnilegu um stjörnurnar, sólina og því sem er úti í himingeimnum. Himingeimurinn er einmitt umfjöllunarefni hjá þessum árgöngum og hefur það verið árlegur viðburður að fá stjörnuverið í heimsókn á þessum tíma. Hér er hægt að lesa frekar um stjörnuverið. Sævar Helgi er formaður stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og einn af þeim sem stendur að stjörnufræðivefnum.

Til baka
English
Hafðu samband