Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6. bekkur í skálaferð

24.02.2014
6. bekkur í skálaferð

Í vikunni fyrir vetrarfrí fóru nemendur í 6. bekk í skálaferð í Bláfjöll. Farið var uppeftir síðdegis á miðvikudeginum og dvalið í skálanum yfir nóttina. Veðrið hefði mátt vera betra en nemendur létu það ekki á sig fá og tókst þeim að renna sér á skíðum, brettum og þotum daginn eftir og mátti sjá framför við skíðaiðkun hjá stórum hópi nemenda. Tvær lyftur voru opnar daginn eftir sem voru óspart notaðar og var hópurinn nánast einn í fjallinum á þessum tíma.  Það voru glaðir og ánægðir nemendur sem komu heim aftur síðdegis á fimmtudeginum eftir ánægjulega skáladvöl þar sem brugðið var upp kvöldvöku með öllu sem henni tilheyrir á miðvikudagskvöldinu. Myndir eru í myndasafni skólans.

Til baka
English
Hafðu samband