Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stærðfræðidagurinn

07.02.2014
Stærðfræðidagurinn

Í tilefni stærðfræðidagsins lögðu kennarar ýmis konar stærðfræðiþrautir og verkefni fyrir nemendur. Fimm ára bekkur og 1. bekkur unnu saman að verkefnum sem sett voru á 15 mismunandi stöðvar frammi á stubbagangi og inni í stofunum, þar sem reyndi á margvíslega kunnáttu í stærðfræði og á samvinnu barnanna. Þurftu nemendur að finna stöðvarnar eftir leiðbeiningum, svo þetta var einhvers konar ratleikur. Börnin fóru í litlum hópum um svæðið og leystu þrautirnar og skráðu niðurstöðurnar á þar til gerð blöð. Þriðji bekkur fór út á battavöll þar sem nemendur léku sér að alls konar þrautum og leikjum sem tengdust stærðfræði.

Myndir frá deginum er hægt að skoða á myndasvæði árganganna. 

5 ára 

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

   

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband