Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lífshlaupið hófst í morgunsamveru

06.02.2014
Lífshlaupið hófst í morgunsamveru

Í morgunsamverunni í gær hófst lífshlaupið hjá starfsmönnum og nemendum Flataskóla. Nemendur hafa verið í fyrsta sæti tvö ár í röð og stefna á að vera það aftur núna. Eftir hefðbundna morgunsamveru kom hún Kristbjörg Zumbakennari og kenndi öllum aðal-zumbataktana. Var mikið stuð á mannskapnum og allir hafa það nú að markmiði að standa sig vel í lífshlaupinu. Meðal annars má nefna að starfsfólkinu er boðið í badminton fyrir kennslu á morgun og í dag er efnt til fjöldagöngu eftir kennslu. Kennarar skrá hreyfingu nemenda og sjá um að hvetja þá til dáða.

Hér má sjá sýnishorn af Zumbahreyfingunni í morgunstundinni.

 

 
Til baka
English
Hafðu samband