Skólabyrjun 2013
06.08.2013
Skrifstofa skólans er nú opin. Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Skóladagatal og upplýsingar um innkaupalista má finna hægra megin hér neðst á síðunni.
Mánudaginn 19. ágúst kl. 17:00 verður fundur fyrir nýja nemendur í 2.-7. bekk og foreldra þeirra.
Þriðjudaginn 20. ágúst kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í 5 ára bekk.
Miðvikudaginn 21. ágúst kl. 17:00 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í 1. bekk.
Nemenda- og foreldraviðtöl verða í 5 ára og 1. bekk á skólasetningardaginn 23. ágúst og verða þeir boðaðir sérstaklega.
Skólasetning föstudaginn 23. ágúst
6. og 7. bekkur - kl. 9:00
4. og 5. bekkur - kl. 10:00
2. og 3. bekkur – kl. 11:00
Nemendur mæta í hátíðarsal skólans og eru foreldrar hvattir til að fylgja börnum sínum á skólasetninguna.
Tómstundaheimilið Krakkakot opnar mánudaginn 26. ágúst fyrir nemendur sem þar eru skráðir.